Páskamót Skotreynar

Næstkomandi laugardag þann 15. apríl verður haldið Páskamót Skotreynar. Skipt verður í A og B flokk og skrá keppendur sig í flokka við mætingu. Skotnar verða 75 dúfur og mótsgjald verður 3.000kr Mæting 10:30, mót hefst 11:00 Kv, Mótanefnd Skotreynar

Félagið hefur keypt nýtt vallastýrikerfi

Kæru félagar. Núna styttist í sumaropnunina og stjórn hefur unnið hörðum höndum að því að undirbúa tímabilið framundan.  Félagið hefur keypt nýtt vallastýrikerfi sem sett verður upp hjá okkur í kringum næstu mánaðarmót.  Nýja kerfið býður uppá ýmsa möguleika, þar með talið að bæta við þráðlausum 12v. kösturum sem hægt er að færa til á [...]

Aðalfundur Skotreyn 2017

Aðalfundur Skotreyn 2017 Aðalfundur Skotreynar verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar í félagsheimili Skotreyn á Álfsnesi.  Fundurinn hefst klukkan 20 og áætlað er að hann standi til klukkan 22. Dagsskrá fundarins er eftirfarandi: - Setning fundar. - Kosning fundarstjóra / fundarritara og ályktað um lögmæti fundar. - Skýrsla formanns. - Birting og samþykkt ársreiknings vegna ársins [...]

Úrslit Áramóts Skotreynar

Í gær fór fram árlegt Áramót Skotreynar þar sem skyttur mættu og skutu sig inn í nýtt ár með pomp og prakt. Skotnar voru 50 dúfur og var mótsgjald notað til kaupa á flugeldum fyrir keppendur til styrktar Björgunarsveitanna. Skotreyn þakkar kærlega fyrir þátttökuna og óskar öllum fleiri brotnar dúfur árið 2017.

Áramót Skotreynar 2016

Áramót Skotreynar verður haldið laugardaginn 31.des og skotnar verða 50 dúfur. Mæting er 10:30 og mótið hefst 11:00 Mótsgald er 3.000kr Hlökkum til að sjá sem flesta og skjótum okkur inn í nýtt ár. kv, Mótanefnd Skotreynar

Úrslit styrktarmóti Landsbjargar

Skotreyn hélt í dag mót til styrktar Landsbjörg til að sýna þakklæti okkar veiðimanna fyrir þeirra góða starf.  Á fimmta tug keppenda mætti bæði félagsmenn í Skotreyn og vinir okkar frá nágrannaskotfélögunum SR og SÍH.  Hann hékk þurr alveg þangað til mótið kláraðist og allir skemmtu sér vel.  VIð þökkum kærlega öllum sem mættu, Gæðabakstri [...]

Mót til styrktar Landsbjörg, laugardaginn 26. nóvember frá 10-16.

Það er flestum Íslendingum ljóst hversu gríðarlega dýrmætt það er að eiga okkar góðu björgunarsveitir að.  Fyrir okkur sem stundum veiðar í íslenskri náttúru er það ómetanlegt að vita að til sé fólk um allt land sem er tilbúið að fara út í hvaða veður og aðstæður sem er til að bjarga mannslífum. Þetta haustið [...]

Lokað næstkomandi laugardag !!!!

Æfingarsvæði Skotreynar verður lokað næstkomandi laugardag 5-11-2016. Þá eru veiðimenn til veiði á rjúpu, einning vaktmenn Skotreynar. Vill Skotreyn óska veiðimönnum til hamingju með rjúpnatímabilið og gangið hægt um gleðinnar dyr.   Kveðja Stjórn Skotreynar

Rjúpnamót laugardaginn 24. sept

Kennsla á svæði Skotreynar á laugardaginn

Góðan daginn skyttur. Næstkomandi laugardag 10.september mun hinn þekkti heimsklassa skotmaður Nikos Mavrommatis vera á svæði Skotreynar til að leiðbeina mönnum í leirdúfuskotfimi. Svæðið verður opið frá 10 til 17 en kennslan hefst um 11:00. Kennslan er mönnum að kostnaðarlausu en sá tími sem hver og einn fær ræðst af mætingu. Pylsur á grillinu [...]