Áramót Skotreynar 31. des 2017

Sunnudaginn 31. des 2017 var Áramót Skotreynar haldið. Veðrið var mjög fallegt, blankalogn en kalt. Skotnar voru 50 dúfur á tveimur völlum og var búið að útbúa nokkra kastara með hátíðar “flash” dúfum. Fjöldi keppenda mættu og skutu sig saman inn í nýtt ár og skera þurfti úr um þriðja sætið með “shoot-offi”. Úrslitin eru [...]

Rjúpnamótið 15. október 2017

Sunnudaginn 15. okt 2017 var Rjúpnamótið haldið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Styrktaraðilar þetta árið voru ekki af verri endanum en það voru 66°Norður, Garminbúðin, Hlað og Armar vinnulyftur sem sköffuðu spjót sem var notað til að lyfta einum leirdúfukastara upp í 15 m hæð. Skotnar voru alls 75 dúfur á þremur völlum. Þær voru [...]

Hlaðmótið 16. ágúst 2017

Miðvikudagskvöldið 16. ágúst var Hlaðmótið haldið á skotsvæði Skotreynar. Mæting var með betra móti, eða 27 keppendur alls, og enn og aftur var gaman að sjá mörg ný andlit taka þátt. Keppt var nokkurn veginn eftir Compak Sporting sniði á tveimur völlum og voru skotnar alls 50 dúfur. Keppnin var mjög jöfn og spennandi í [...]

Ísnesmótið 26. júlí 2017

Ísnesmótið var haldið með pompi og prakt miðvikudagskvöldið 26. júlí 2017 á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Mæting var góð, alls kepptu 23 keppendur í tveimur flokkum, A og B. Skotnar voru 50 dúfur samtals á tveimur völlum og farið eftir Compak Sporting sniði. Veður var ekki alveg jafn gott og spáin sagði fyrir en það [...]

Winchester og Browning mótið

Sunnudaginn 16. júlí 2017 var Winchester og Browning mótið haldið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Mæting keppenda var með besta móti og var þetta eitt fjölmennasta mótið á árinu, alls 28 keppendur. Mætingin kom þó ekki að fullu á óvart enda verðlaunin alveg hreint frábær og var mótið styrkt af Agnari Byssusmið (galleribyssur.com). Agnar var [...]

Skotreynarmeistarinn 2017

Skotreynarmeistarinn var haldinn í dag 18. Júní í hæglætisveðri og smávegis súld. Þáttaka var með allra lakasta móti en einungis mættu 9 skyttur á mót. Skotnar voru 100 dúfur á 4 völlum, þ.e. völlum 1,2,3 og í byrginu og að því loknu skutu 5 stigahæstu skytturnar hreinan úrslitahring. Þurftu 2 skyttur að skjóta bráðabana til [...]

Í dag, Hvítasunnudag, var Benellimótið haldið á skotsvæði Skotreynar. Benellimótið hefur verið fastur liður í mótahaldi Skotreynar undanfarin ár en í ár var tilefnið þó sérstakt þar sem Benelli er 50 ára á árinu. Af þessu tilefni lagði Kjartan Ingi Lorange hjá Veiðhúsinu Sökku mikið upp úr því að gera mótið eins skemmtilegt og hægt [...]

Úrslit Benellimót

Flokkur A Karla Flokkur B Karla Sæti Nafn Stig Sæti Nafn Stig 1 Ragnar Örn 63 1 Styrmir 42 2 Gunni Gunn 57 2 Margeir 41 3 Bragi Óskars 54 3 Arnar Þór 37 4 Einar 53 4 Sigurbjörn 31 5 Jón Valgeirs 52 5 Friðrik S Einarsson 29 6 Þórir Guðna 52 6 Björn [...]

Úrslit Skotreynarmót 21. maí 2017

Sunnudaginn 21. maí 2017 var haldið Skotreynarmót á skotsvæði Skotreynar. Skotnar voru 75 dúfur á þremur völlum. Búið var að bæta við fjórum nýjum kösturum á vellina eins og flestum er kunnugt og gerði það keppnina afar spennandi og krefjandi fyrir vikið. Veðrið var sko ekki af verri endanum og skein sól á keppendur nánast [...]

Úrslit Vesturrastarmót 2017

Sunnudaginn 30. apríl 2017 var Vesturrastarmótið haldið á skotsvæði Skotreynar með pompi og prakt. Alls skráðu sig 20 keppendur til móts, 12 í A flokk og 8 í B flokk og gaman var að sjá ný andlit. Skotnar voru 75 dúfur á þremur völlum. Veðrið lék við keppendur og sýndi vonandi það sem koma skal [...]