Sunnudaginn 15. okt 2017 var Rjúpnamótið haldið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Styrktaraðilar þetta árið voru ekki af verri endanum en það voru 66°Norður, Garminbúðin, Hlað og Armar vinnulyftur sem sköffuðu spjót sem var notað til að lyfta einum leirdúfukastara upp í 15 m hæð. Skotnar voru alls 75 dúfur á þremur völlum. Þær voru margar mjög krefjandi og þurftu keppendur á allri sinni einbeitingu að halda. Skera þurfti úr um úrslit með “shoot-offi” en í þetta sinn urðu úrslitin ljós eftir aðeins eina umferð af því.

Mótanefnd þakkar mótshöldurunum kærlega fyrir flott uppsett og skemmtilegt mót og svo styrktaraðilunum kærlega fyrir veglega vinninga!

rjupnamotid-urslit

Screen Shot 2017-10-15 at 15.59.48 Screen Shot 2017-10-15 at 16.00.08 Screen Shot 2017-10-15 at 16.00.24 Screen Shot 2017-10-15 at 16.00.37