Umgengnisreglur

 1. Byssur skulu hafðar opnar og óhlaðnar þar til viðkomandi skotmaður hefur tekið sér stöðu á skotpalli.
 2. Byssur eiga að vera án óla.
 3. Ef skotmaður vill munda óhlaðna byssu skal hann haga sér sem um hlaðna byssu sé að ræða og fylgja 1 grein.
 4. Hámarks hleðsla skota er 28 gr..
 5. Óheimilt er að hafa fleiri en 3 skot í fjölskota haglabyssu.
 6. Skotmenn skulu ganga snyrtilega um svæðið og henda hylkjum og öðru rusli í ruslatunnur.
 7. Aðeins er heimilt að stunda æfingar á auglýstum æfingartímum eða með samráði við vallarstjóra og aðeins á tilgreindum svæðum. Hafa skal samráð við vaktstjóra áður en æfingar eru hafnar.
 8. Bannað er að láta hunda ganga lausa á svæðinu.
 9. Bannað er að skjóta á fugla eða önnur dýr á svæðinu.
 10. Bannað er að skjóta af rifflum á svæðinu.
 11. Vaktstjóri er einráður á svæðinu á meðan á æfingum stendur.
 12. Framvísa skal félagsskírteini Skotvís eða gildri kvittun fyrir greiðslu gjalda vilji menn skjóta á félagsgjaldi.
 13. Félagið bendir öllum á að hver og einn er ábyrgur fyrir sér og sínum vopnum á svæðinu, eins og alls staðar.
 14. Brot á þessum reglum geta valdið brottrekstri af svæðinu og kæru til lögreglu.