Í dag, Hvítasunnudag, var Benellimótið haldið á skotsvæði Skotreynar. Benellimótið hefur verið fastur liður í mótahaldi Skotreynar undanfarin ár en í ár var tilefnið þó sérstakt þar sem Benelli er 50 ára á árinu.

Af þessu tilefni lagði Kjartan Ingi Lorange hjá Veiðhúsinu Sökku mikið upp úr því að gera mótið eins skemmtilegt og hægt er og má þar meðal annars nefna auka æfingardaga fyrir mótið og svo nýjar og skemmtilegar þrautir á vellinum sjálfum. Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum þar sem meðal annars voru Benelli úr sem eingöngu voru framleidd í 50 eintökum fyrir fyrsta sæti í A flokkum kvenna og karla.

Eingöngu var keppt með Benelli byssum á mótinu og mótið sjált sett upp eins og veiði þar sem alltaf var leyfilegt að hafa 3 skot í byssunni og nota öll skotin til að ná „bráðinni“.

Keppt var í fleiri flokkum en vanalega en þeir eru eftirfarandi

Karlar                    A og B flokkur
Konur                    A og B flokkur
Paraflokkur

Í Paraflokki var keppt í samanlögðum árangri para.

Nýjung var einnig á mótinu en svokallað pool-shoot var aukalega á nýjum hópamóttökuvelli Skotreynar. Þar borguðu keppendur sig inn til þess að skjóta 25 dúfur og mátti skrá sig eins oft og hugurinn girntist. Hluti upphæðarinnar sem borguð var fyrir hringinn rann síðan til sigurvegara í karla og kvennaflokki en það voru þau Stefán Gaukur og Inga sem báru sigur úr býtum þar.

Í heildina var mótið gífurlega vel heppnað og uppsetning mótsins skemmtileg og þakkar mótanefnd Kjartani sem og keppendum fyrir að gera daginn frábæran.

Úrslit eru sem hér segir:

A flokkur Karla

Screen Shot 2017-06-04 at 21.13.18

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18835790_10155600778360827_1759683092531675683_n

B flokkur Karla
Screen Shot 2017-06-04 at 21.22.14

Screen Shot 2017-06-04 at 21.27.22

Kvennaflokkar
Screen Shot 2017-06-04 at 21.35.19

Screen Shot 2017-06-04 at 21.37.29

Screen Shot 2017-06-04 at 21.38.39

Screen Shot 2017-06-04 at 21.39.26

Paraflokkur

Screen Shot 2017-06-04 at 21.40.31