Sunnudaginn 31. des 2017 var Áramót Skotreynar haldið. Veðrið var mjög fallegt, blankalogn en kalt. Skotnar voru 50 dúfur á tveimur völlum og var búið að útbúa nokkra kastara með hátíðar “flash” dúfum. Fjöldi keppenda mættu og skutu sig saman inn í nýtt ár og skera þurfti úr um þriðja sætið með “shoot-offi”. Úrslitin eru hér að neðan ásamt stigum allra keppenda.

Mótanefnd vill þakka kærlega fyrir skemmtilegt keppnisár og góðar móttökur við nýjum hugmyndum. Við vonum að keppendur séu jafn ánægð með nýliðið skotár eins og við erum. Takk kærlega fyrir okkur! 😊

skotreyn-aramot-urslit-2017