Sunnudaginn 16. júlí 2017 var Winchester og Browning mótið haldið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Mæting keppenda var með besta móti og var þetta eitt fjölmennasta mótið á árinu, alls 28 keppendur. Mætingin kom þó ekki að fullu á óvart enda verðlaunin alveg hreint frábær og var mótið styrkt af Agnari Byssusmið (galleribyssur.com). Agnar var afar rausnarlegur í verðlaunum og var kassi af skotum í verðlaun fyrir efstu 3 sætin í bæði flokkum A og B og að auki var rúsínan í pylsuendanum að glæsileg einhleypa var í happdrættisvinning og hún dregin út úr hópi keppenda.

Mótið var sett upp með Compak Sporting sniði og skotnar voru alls 75 dúfur á völlum 2, 3 og í Byrginu. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið og gekk keppnin mjög hratt fyrir sig þrátt fyrir fjölda keppenda.
Veðrið var alveg ágætt, svolítið hvasst en það hélst þurrt. Virkilega gaman var að sjá mörg ný andlit, bæði utan af landi og einnig nokkrir nýliðar.

Úrslitin í báðum flokkum voru spennandi og fáar dúfur skáru úr á milli efstu sæta. Að lokinni almennri verðlaunaafhendingu var dregið um einhleypuna og sá heppni sem hlaut hana var Marteinn.

Úrslit beggja flokka má svo sjá að neðan.

Mótanefnd vill koma á framfæri kærum þökkum til allra keppenda og einnig til Agnars Byssusmiðs fyrir vel heppnað mót.

Við sjáumst svo eldhress á næsta móti!

skotreyn-winchester-og-browning-motid-2017-2

winchester-og-browning-motid-a-flokkur

Verðlaunahafar í A-flokki, frá vinstri: Gunnar Gunn., Gunnar Bjarna. og Bergur

winchester-og-browning-motid-b-flokkur

Verðlaunahafar í B-flokk, frá vinstri: Friðrik, Dagur og Dagný.

Screen Shot 2017-07-16 at 20.51.24

Hinn lukkulegi Marteinn með “nýju” einhleypuna sína frá USSR!