Miðvikudagskvöldið 16. ágúst var Hlaðmótið haldið á skotsvæði Skotreynar. Mæting var með betra móti, eða 27 keppendur alls, og enn og aftur var gaman að sjá mörg ný andlit taka þátt. Keppt var nokkurn veginn eftir Compak Sporting sniði á tveimur völlum og voru skotnar alls 50 dúfur. Keppnin var mjög jöfn og spennandi í báðum flokkum en skera þurfti úr um verðlaunasæti með “shoot-offi” í bæði A- og B-flokk. Mótanefnd þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir flott verðlaun og gott grill í mótinu og einnig keppendum fyrir þáttökuna. Án keppenda væru engin mót!

Kær kveðja,

Mótanefnd

skotreyn-hlad-mot-2017-urslit

skotreyn-hlad-verdlaun-a

skotreyn-hlad-verdlaun-b