Úrslit Páskamóts 2017

Laugardaginn 15. apríl var haldið Páskamót Skotreynar. 14 vaskir keppendur mættu til leiks og skotnar voru 75 dúfur í tveimur flokkum, A og B. Veðrið var með hinu betra móti þó að hvasst hefði verið og í verðlaun voru páskaegg. Mótanefnd þakkar öllum keppendum fyrir daginn og hlakkar til næsta móts.

Úrslit Áramóts Skotreynar

Í gær fór fram árlegt Áramót Skotreynar þar sem skyttur mættu og skutu sig inn í nýtt ár með pomp og prakt. Skotnar voru 50 dúfur og var mótsgjald notað til kaupa á flugeldum fyrir keppendur til styrktar Björgunarsveitanna. Skotreyn þakkar kærlega fyrir þátttökuna og óskar öllum fleiri brotnar dúfur árið 2017.

Úrslit styrktarmóti Landsbjargar

Skotreyn hélt í dag mót til styrktar Landsbjörg til að sýna þakklæti okkar veiðimanna fyrir þeirra góða starf.  Á fimmta tug keppenda mætti bæði félagsmenn í Skotreyn og vinir okkar frá nágrannaskotfélögunum SR og SÍH.  Hann hékk þurr alveg þangað til mótið kláraðist og allir skemmtu sér vel.  VIð þökkum kærlega öllum sem mættu, Gæðabakstri [...]

Mót til styrktar Landsbjörg, laugardaginn 26. nóvember frá 10-16.

Það er flestum Íslendingum ljóst hversu gríðarlega dýrmætt það er að eiga okkar góðu björgunarsveitir að.  Fyrir okkur sem stundum veiðar í íslenskri náttúru er það ómetanlegt að vita að til sé fólk um allt land sem er tilbúið að fara út í hvaða veður og aðstæður sem er til að bjarga mannslífum. Þetta haustið [...]

Úrslit frá Hlaðmótinu

Í gær miðvikudaginn 10.ágúst var haldið Hlaðmót. Mótið gekk frábærlega og var mjög góð mæting. Skotreyn þakkar Hlað og keppendum fyrir frábæran dag.          

Úrslit frá Ísnesmótinu

Miðvikudaginn 27. júlí var haldið Ísnesmót. Mótið gekk frábærlega og var mjög góð mæting. Skotreyn þakkar Ísnes og keppendum fyrir frábæran dag.

Skotreynarmeistarinn 2016 ( Úrslit )

Úrslit Pumpumóts Skotreynar.

Í gær var stórskemmtilegt pumpumót, mikið hlegið og mikið pumpað. Við viljum þakka öllum sem mættu kærlega fyrir þátttökuna. kv, Mótanefnd

Pumpumót Úrslit beint á netinu ( miðvikudag )

Þar sem þetta get gekk vel á Benellimótinu þá reinum við þetta aftur Slóðin inná síðuna er : https://docs.google.com/spreadsheets/d/1rmmLEyMhdaQsMLPFJdMlX6ja9BIvM1U-_OpJ5q3mjhg/edit User: urslitskotreyn@gmail.com passw: 123urslit456

Úrslit Benellimót Veiðihúsins Sakka.

Stórgæsilegu móti Benelli lokið. Aðsóknarhæðsta mót sem er af þessu ári, 26 þáttakendur á mótinu og mikil gleði Vill Skotreyn  þakka Veiðihúsinu Sakka fyrir og keppendum einnig. kv Mótanefnd.