Það er flestum Íslendingum ljóst hversu gríðarlega dýrmætt það er að eiga okkar góðu björgunarsveitir að.  Fyrir okkur sem stundum veiðar í íslenskri náttúru er það ómetanlegt að vita að til sé fólk um allt land sem er tilbúið að fara út í hvaða veður og aðstæður sem er til að bjarga mannslífum. Þetta haustið höfum við rjúpnaskyttur verið minnt illilega á það hversu fljótt skemmtilegur göngutúr með félögum á veiðislóð getur breyst í baráttu upp á líf og dauða.  Þetta haustið hafa björgunarsveitir Landsbjargar bjargað lífum veiðimanna. Til að sýna þakklæti okkar í verki hefur Skotreyn ákveðið að halda styrktarmót fyrir Landsbjörg á skotvelli Skotreynar á Álfsnesi.  Þátttökugjald, kr. 5.000 pr. keppanda mun renna óskipt til Landsbjargar.

 

Í þeirri von að sem flestir mæti og taki þátt ætlum við að hafa fyrirkomulag mótsins frábrugðið hefðbundnu mótshaldi í leirdúfuskotfimi. Mótið mun fara þannig fram að svæðið verður opið frá kl. 10-16 og aðeins verða skotnar 10 dúfur á völlum 1, 2 og 3, alls 30 dúfur.  Þátttakendur geta mætt hvenær sem er dagsins, skráð sig til keppni og skotið sínar dúfur. Þannig deilist álagið yfir daginn og þátttaka getur tekið stuttan tíma.  Keppendur fá afhent skorblað sem þeir skila inn þegar þeir hafa skotið og síðan munu úrslit verða birt á netinu.   Dúfurnar ætlum við að hafa frekar auðveldar þannig að jafnt vanir sem óvanir geti komið og skemmt sér vel.  Það verða engin verðlaun, enda tilgangurinn sá að safna peningum til að styrkja Landsbjörg.

 

Kveðja Skotreyn