Hlaðmót 2016

Miðvikudaginn 10. ágúst verður Hlaðmót á velli Skotreynar. Boðið verður upp á mikið fjör og eðal Hreindýrapottrétt. Skotnar verða 75 dúfur og mótsgjald er 3.000kr. Keppt er í A og B flokk með þeim hætti að skipt verður í miðju eftir 50 dúfur. Mæting 18:00 og mótið hefst 18:30 Við hvetjum alla jafnt konur sem [...]

Aukaopnun laugardagana 6. og 13. ágúst

Sælir félagar.  Nú styttist í gæs og áríðandi að komast í form. Ákveðið hefur verið að í stað fyrirhugaðra auka-opnunartíma á miðvikudögum verði aukaopnun á laugardögum fram að gæsatímabili. Skotsvæðið verður því opið laugardagana 6. ágúst og 13. ágúst kl 13-17 en lokað miðvikudagana 10,. og 17. ágúst.

Maraþonopnun á skotsvæðinu á Álfsnesi.

Sæl öll. Verslunarmannahelgarmánudaginn 1. ágúst verður maraþonopnun á skotsvæðinu á Álfsnesi. Opið verður frá kl. 10 um morguninn til 22 að kvöldi. Hefur þú úthald? Grillið verður sjóðandi heitt og tilvalið að koma með bita á það. Fjölskyldan velkomin. Hvetjum alla til að nýta sér þetta tækifæri til að undibúa sig fyrir 20. ágúst. Bestu [...]

Úrslit frá Ísnesmótinu

Miðvikudaginn 27. júlí var haldið Ísnesmót. Mótið gekk frábærlega og var mjög góð mæting. Skotreyn þakkar Ísnes og keppendum fyrir frábæran dag.

Ísnesmót 2016

Miðvikudaginn 27. júlí verður Ísnesmót haldið á velli Skotreynar og geri ég ráð fyrir mikilli gleði. Skotnar verða 50 dúfur + 25 í final. 5 efstu komast í úrslit og kept verður um 1. 2. og 3. sæti. ATH!.. Núllað verður í FINAL Þátttökugjald er 3.000kr Mæting er 18:00 og mótið hefst 18:30 Við hjá [...]

Skotreynarmeistarinn 2016 ( Úrslit )

Skotreynarmeistarinn 2016

Laugardaginn 16. júlí munu Skotreynarmenn bregða undir sig betri fætinum og halda Skotreynarmeistarann 2016. Skotnar verða 100 dúfur +25 í final og mótsgjaldið verður 5000kr. Grillað verður í hádeginu hamborgara eða pulsur og svo verður hent í steikur eftir mótið. Mótið er engöngu fyrir félagsmenn og geta þeir sem hafa áhuga greitt félagsgjald þegar þeir [...]

Úrslit Pumpumóts Skotreynar.

Í gær var stórskemmtilegt pumpumót, mikið hlegið og mikið pumpað. Við viljum þakka öllum sem mættu kærlega fyrir þátttökuna. kv, Mótanefnd

Pumpumót Úrslit beint á netinu ( miðvikudag )

Þar sem þetta get gekk vel á Benellimótinu þá reinum við þetta aftur Slóðin inná síðuna er : https://docs.google.com/spreadsheets/d/1rmmLEyMhdaQsMLPFJdMlX6ja9BIvM1U-_OpJ5q3mjhg/edit User: urslitskotreyn@gmail.com passw: 123urslit456

Úrslit Benellimót Veiðihúsins Sakka.

Stórgæsilegu móti Benelli lokið. Aðsóknarhæðsta mót sem er af þessu ári, 26 þáttakendur á mótinu og mikil gleði Vill Skotreyn  þakka Veiðihúsinu Sakka fyrir og keppendum einnig. kv Mótanefnd.