Rjúpnamótið fært yfir á 24. sept

Kæru félagsmenn, karlar og konur. Vegna námskeiða þá verður Rjúpnamótið flutt til 24. sept, en á sama tíma. Glæsilegir vinningar verða í boði og fjölbreytt mót. Við vonumst til að sjá sem flesta. Með kveðju, Mótanefnd

Kennsla í Sporting skotfimi hjá Nikolaos 5. og 6. sept. n.k.

Sælir félagar. Eins og sagt var frá fyrr í sumar er Nikolaos Mavrommatis að koma til okkar í september að kenna. Hann verður á svæðinu hjá okkur mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. september með einkatíma. Verð fyrir kennsluna er það sama og síðast, eða 100 EUR pr. klukkutíma. Við þetta bætist þáttaka í kostnaði við [...]

Opið Laugardaginn 13 ágúst kl 10:00-17:00

Skotreyn verður opið laugardaginn 13 ágúst frá kl 10:00 til 17:00. Hvetjum við alla veiðimenn til að koma og æfa sig. Einnig eru alltaf góðar veiðisögur látnar flakka svona rétt fyrir gæs.

Úrslit frá Hlaðmótinu

Í gær miðvikudaginn 10.ágúst var haldið Hlaðmót. Mótið gekk frábærlega og var mjög góð mæting. Skotreyn þakkar Hlað og keppendum fyrir frábæran dag.          

Hlaðmót 2016

Miðvikudaginn 10. ágúst verður Hlaðmót á velli Skotreynar. Boðið verður upp á mikið fjör og eðal Hreindýrapottrétt. Skotnar verða 75 dúfur og mótsgjald er 3.000kr. Keppt er í A og B flokk með þeim hætti að skipt verður í miðju eftir 50 dúfur. Mæting 18:00 og mótið hefst 18:30 Við hvetjum alla jafnt konur sem [...]

Aukaopnun laugardagana 6. og 13. ágúst

Sælir félagar.  Nú styttist í gæs og áríðandi að komast í form. Ákveðið hefur verið að í stað fyrirhugaðra auka-opnunartíma á miðvikudögum verði aukaopnun á laugardögum fram að gæsatímabili. Skotsvæðið verður því opið laugardagana 6. ágúst og 13. ágúst kl 13-17 en lokað miðvikudagana 10,. og 17. ágúst.

Maraþonopnun á skotsvæðinu á Álfsnesi.

Sæl öll. Verslunarmannahelgarmánudaginn 1. ágúst verður maraþonopnun á skotsvæðinu á Álfsnesi. Opið verður frá kl. 10 um morguninn til 22 að kvöldi. Hefur þú úthald? Grillið verður sjóðandi heitt og tilvalið að koma með bita á það. Fjölskyldan velkomin. Hvetjum alla til að nýta sér þetta tækifæri til að undibúa sig fyrir 20. ágúst. Bestu [...]

Úrslit frá Ísnesmótinu

Miðvikudaginn 27. júlí var haldið Ísnesmót. Mótið gekk frábærlega og var mjög góð mæting. Skotreyn þakkar Ísnes og keppendum fyrir frábæran dag.

Ísnesmót 2016

Miðvikudaginn 27. júlí verður Ísnesmót haldið á velli Skotreynar og geri ég ráð fyrir mikilli gleði. Skotnar verða 50 dúfur + 25 í final. 5 efstu komast í úrslit og kept verður um 1. 2. og 3. sæti. ATH!.. Núllað verður í FINAL Þátttökugjald er 3.000kr Mæting er 18:00 og mótið hefst 18:30 Við hjá [...]

Skotreynarmeistarinn 2016 ( Úrslit )