Félagsmenn nýtt kerfi

Kæri félagi í Skotreyn. Síðustu daga hefur verið unnið hörðum höndum við að setja upp nýtt vallastýrikerfi á svæðinu okkar.  Oddgeir, Frissi og Stefán Mogensen fá sérstakar þakkir, þeir hafa unnið sleitulaust síðustu daga að því að koma þessu upp með smá hjálp frá öðrum stjórnarmönnum :-)  Því til viðbótar komu til okkar í dag [...]

Kæru félagar í Skotreyn.

Kæru félagar í Skotreyn. Við þurfum því miður að hafa lokað á svæðinu okkar á mánudag og þriðjudag nk. þar sem unnið verður að uppsetningu nýja vallastýrikerfinu okkar. Við biðjumst afsökunar á því, en lofum að þegar við opnum aftur verða vellirnir okkar engu líkir og svæðið okkar verður sem fyrr flottasta haglabyssusvæðið á landinu [...]

Vesturrastarmót 30. apríl 2017

Sunnudaginn 30. apríl 2017 verður Vesturrastarmótið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Skotnar verða 75 dúfur á þremur völlum og mótagjald er 3000 kr. Skipt verður í flokka, A og B, og skrá keppendur sig í flokk áður en keppni hefst. Að þessu sinni verður leyfilegt að skjóta tveimur skotum á stakar dúfur og því er [...]

Ert þú búin(n) að bjóða þig fram til að taka vaktir með okkur á skotsvæðinu okkar í sumar?

Kæru félagsmenn. Föstudaginn 28. apríl kl. 20 ætlum við að halda vaktmannafund í Sæbjörginni stendur í höfninni við hörpuna, til að raða okkur niður á vaktir sumarsins og kynna fyrir nýliðum í hverju starfið felst.  Sú breyting verður höfð á í þetta skipti að í stað þess að skipuleggja vaktir heilt ár fram í tímann, [...]

Mótaskrá 2017

Mótaskrá 2017 er mætt í hús.

Úrslit Páskamóts 2017

Laugardaginn 15. apríl var haldið Páskamót Skotreynar. 14 vaskir keppendur mættu til leiks og skotnar voru 75 dúfur í tveimur flokkum, A og B. Veðrið var með hinu betra móti þó að hvasst hefði verið og í verðlaun voru páskaegg. Mótanefnd þakkar öllum keppendum fyrir daginn og hlakkar til næsta móts.

Páskamót Skotreynar

Næstkomandi laugardag þann 15. apríl verður haldið Páskamót Skotreynar. Skipt verður í A og B flokk og skrá keppendur sig í flokka við mætingu. Skotnar verða 75 dúfur og mótsgjald verður 3.000kr Mæting 10:30, mót hefst 11:00 Kv, Mótanefnd Skotreynar

Félagið hefur keypt nýtt vallastýrikerfi

Kæru félagar. Núna styttist í sumaropnunina og stjórn hefur unnið hörðum höndum að því að undirbúa tímabilið framundan.  Félagið hefur keypt nýtt vallastýrikerfi sem sett verður upp hjá okkur í kringum næstu mánaðarmót.  Nýja kerfið býður uppá ýmsa möguleika, þar með talið að bæta við þráðlausum 12v. kösturum sem hægt er að færa til á [...]

Aðalfundur Skotreyn 2017

Aðalfundur Skotreyn 2017 Aðalfundur Skotreynar verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar í félagsheimili Skotreyn á Álfsnesi.  Fundurinn hefst klukkan 20 og áætlað er að hann standi til klukkan 22. Dagsskrá fundarins er eftirfarandi: - Setning fundar. - Kosning fundarstjóra / fundarritara og ályktað um lögmæti fundar. - Skýrsla formanns. - Birting og samþykkt ársreiknings vegna ársins [...]

Úrslit Áramóts Skotreynar

Í gær fór fram árlegt Áramót Skotreynar þar sem skyttur mættu og skutu sig inn í nýtt ár með pomp og prakt. Skotnar voru 50 dúfur og var mótsgjald notað til kaupa á flugeldum fyrir keppendur til styrktar Björgunarsveitanna. Skotreyn þakkar kærlega fyrir þátttökuna og óskar öllum fleiri brotnar dúfur árið 2017.