Mótanefnd 2020

Jón Valgeirsson

Keppnisreglur í mótum á vegum SKOTREYN

  1. Mótanefnd fer með aðalframkvæmd móta sem haldin eru af félaginu.
  2. Dómarar eru þáttakendur sjálfir eða valdir dómarar sem munu halda reglum og stigagjöf réttri.
  3. Virða skal ákvarðanir dómara. Vafamál má leggja til endurskoðunar hjá dómurum á velli.
  4. Há byssa er leyfð. (Byssa við öxl)
  5. Skotmaður ræður hvor dúfan er skotin í double. Nema annað sé fyrir fram ákveðið af mótanefnd.
  6. Gleymi skotmenn öryggi á skotvopni skal endurtaka, en samt aðeins eitt tækifæri gefið í hverjum hring.
  7. Stoppi byssa vegna skota eða einhverja bilana skal sýna dómara á palli strax hvað sé að og ekki losa skot fyrr en dómari leyfir.
  8. Fara skal eftir reglum félagsins um 28gr. hámarks hleðslu
  9. Ekki skal trufla aðra keppendur með vítaverðum hætti á meðan þeir er í skotstöðu.
  10. Við alvarleg brot á þessum reglum mun keppandi missa þáttökurétt á því móti sem er í gangi

Áramót Skotreynar 31. des 2017

Sunnudaginn 31. des 2017 var Áramót Skotreynar haldið. Veðrið var mjög fallegt, blankalogn en kalt. Skotnar voru 50 dúfur á tveimur völlum og var búið að útbúa nokkra kastara með hátíðar “flash” dúfum. Fjöldi keppenda mættu og skutu sig saman inn í nýtt ár og skera þurfti úr um þriðja sætið með “shoot-offi”. Úrslitin eru hér að neðan ásamt stigum allra keppenda.

Mótanefnd vill þakka kærlega fyrir skemmtilegt keppnisár og góðar móttökur við nýjum hugmyndum. Við vonum að keppendur séu jafn ánægð með nýliðið skotár eins og við erum. Takk kærlega fyrir okkur! 😊

skotreyn-aramot-urslit-2017

By |janúar 2nd, 2018|Flokkar: Mót|Slökkt á athugasemdum við Áramót Skotreynar 31. des 2017

Rjúpnamótið 15. október 2017

Sunnudaginn 15. okt 2017 var Rjúpnamótið haldið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Styrktaraðilar þetta árið voru ekki af verri endanum en það voru 66°Norður, Garminbúðin, Hlað og Armar vinnulyftur sem sköffuðu spjót sem var notað til að lyfta einum leirdúfukastara upp í 15 m hæð. Skotnar voru alls 75 dúfur á þremur völlum. Þær voru margar mjög krefjandi og þurftu keppendur á allri sinni einbeitingu að halda. Skera þurfti úr um úrslit með “shoot-offi” en í þetta sinn urðu úrslitin ljós eftir aðeins eina umferð af því.

Mótanefnd þakkar mótshöldurunum kærlega fyrir flott uppsett og skemmtilegt mót og svo styrktaraðilunum kærlega fyrir veglega vinninga!

rjupnamotid-urslit

Screen Shot 2017-10-15 at 15.59.48 Screen Shot 2017-10-15 at 16.00.08 Screen Shot 2017-10-15 at 16.00.24 Screen Shot 2017-10-15 at 16.00.37

By |október 15th, 2017|Flokkar: Mót|Slökkt á athugasemdum við Rjúpnamótið 15. október 2017

Hlaðmótið 16. ágúst 2017

Miðvikudagskvöldið 16. ágúst var Hlaðmótið haldið á skotsvæði Skotreynar. Mæting var með betra móti, eða 27 keppendur alls, og enn og aftur var gaman að sjá mörg ný andlit taka þátt. Keppt var nokkurn veginn eftir Compak Sporting sniði á tveimur völlum og voru skotnar alls 50 dúfur. Keppnin var mjög jöfn og spennandi í báðum flokkum en skera þurfti úr um verðlaunasæti með “shoot-offi” í bæði A- og B-flokk. Mótanefnd þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir flott verðlaun og gott grill í mótinu og einnig keppendum fyrir þáttökuna. Án keppenda væru engin mót!

Kær kveðja,

Mótanefnd

skotreyn-hlad-mot-2017-urslit

skotreyn-hlad-verdlaun-a

skotreyn-hlad-verdlaun-b

By |ágúst 18th, 2017|Flokkar: Mót|Slökkt á athugasemdum við Hlaðmótið 16. ágúst 2017

Ísnesmótið 26. júlí 2017

Ísnesmótið var haldið með pompi og prakt miðvikudagskvöldið 26. júlí 2017 á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Mæting var góð, alls kepptu 23 keppendur í tveimur flokkum, A og B. Skotnar voru 50 dúfur samtals á tveimur völlum og farið eftir Compak Sporting sniði. Veður var ekki alveg jafn gott og spáin sagði fyrir en það kom þó ekki að sök og var mótið spennandi og skemmtilegt. Skera varð úr um 2. sætið í báðum flokkum í bráðabana eða “shoot-off” sem gerði hlutina enn meira spennandi.

Mótanefnd þakkar enn og aftur fyrir góða mætingu, án keppendanna væri ekki hægt að halda mót og þakkar góðar viðtökur á breyttu sniði móta.

Sjáumst eldhress á næsta móti!

isnesmotid-26-07-2017

isnesmotid-b-verdlaun-2017

isnesmotid-a-verdlaun-2017

By |júlí 28th, 2017|Flokkar: Mót|Slökkt á athugasemdum við Ísnesmótið 26. júlí 2017

Winchester og Browning mótið

Sunnudaginn 16. júlí 2017 var Winchester og Browning mótið haldið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Mæting keppenda var með besta móti og var þetta eitt fjölmennasta mótið á árinu, alls 28 keppendur. Mætingin kom þó ekki að fullu á óvart enda verðlaunin alveg hreint frábær og var mótið styrkt af Agnari Byssusmið (galleribyssur.com). Agnar var afar rausnarlegur í verðlaunum og var kassi af skotum í verðlaun fyrir efstu 3 sætin í bæði flokkum A og B og að auki var rúsínan í pylsuendanum að glæsileg einhleypa var í happdrættisvinning og hún dregin út úr hópi keppenda.

Mótið var sett upp með Compak Sporting sniði og skotnar voru alls 75 dúfur á völlum 2, 3 og í Byrginu. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið og gekk keppnin mjög hratt fyrir sig þrátt fyrir fjölda keppenda.
Veðrið var alveg ágætt, svolítið hvasst en það hélst þurrt. Virkilega gaman var að sjá mörg ný andlit, bæði utan af landi og einnig nokkrir nýliðar.

Úrslitin í báðum flokkum voru spennandi og fáar dúfur skáru úr á milli efstu sæta. Að lokinni almennri verðlaunaafhendingu var dregið um einhleypuna og sá heppni sem hlaut hana var Marteinn.

Úrslit beggja flokka má svo sjá að neðan.

Mótanefnd vill koma á framfæri kærum þökkum til allra keppenda og einnig til Agnars Byssusmiðs fyrir vel heppnað mót.

Við sjáumst svo eldhress á næsta móti!

skotreyn-winchester-og-browning-motid-2017-2

winchester-og-browning-motid-a-flokkur

Verðlaunahafar í A-flokki, frá vinstri: Gunnar Gunn., Gunnar Bjarna. og Bergur

winchester-og-browning-motid-b-flokkur

Verðlaunahafar í B-flokk, frá vinstri: Friðrik, Dagur og Dagný.

Screen Shot 2017-07-16 at 20.51.24

Hinn lukkulegi Marteinn með “nýju” einhleypuna sína frá USSR!

By |júlí 16th, 2017|Flokkar: Mót|Slökkt á athugasemdum við Winchester og Browning mótið

Skotreynarmeistarinn 2017

Skotreynarmeistarinn var haldinn í dag 18. Júní í hæglætisveðri og smávegis súld.
Þáttaka var með allra lakasta móti en einungis mættu 9 skyttur á mót.
Skotnar voru 100 dúfur á 4 völlum, þ.e. völlum 1,2,3 og í byrginu og að því loknu skutu 5 stigahæstu skytturnar hreinan úrslitahring.

Þurftu 2 skyttur að skjóta bráðabana til þess að komast í úrslit en það voru þeir Stefán Kristjánsson og Ólafur Einarsson en þeir höfðu báðir náð 57 stigum að loknum 100 dúfum.

Að loknum 100 dúfum stóðu leikar því þannig:

skotreyn-skotreynarmeistarinn-100

Úrslitahringurinn var svo æsispennandi en þar voru öll stig á undan úrslitum núlluð og að lokum var það raunin að Svavar og Ólafur þurftu að skjóta bráðabana um þriðja sæti.

Lokaúrslit úr Skotreynarmeistaranum eru því svohljóðandi:

skotreyn-skotreynarmeistarinn-urslit

By |júní 18th, 2017|Flokkar: Mót|Slökkt á athugasemdum við Skotreynarmeistarinn 2017