Mótanefnd 2020

Jón Valgeirsson

Keppnisreglur í mótum á vegum SKOTREYN

  1. Mótanefnd fer með aðalframkvæmd móta sem haldin eru af félaginu.
  2. Dómarar eru þáttakendur sjálfir eða valdir dómarar sem munu halda reglum og stigagjöf réttri.
  3. Virða skal ákvarðanir dómara. Vafamál má leggja til endurskoðunar hjá dómurum á velli.
  4. Há byssa er leyfð. (Byssa við öxl)
  5. Skotmaður ræður hvor dúfan er skotin í double. Nema annað sé fyrir fram ákveðið af mótanefnd.
  6. Gleymi skotmenn öryggi á skotvopni skal endurtaka, en samt aðeins eitt tækifæri gefið í hverjum hring.
  7. Stoppi byssa vegna skota eða einhverja bilana skal sýna dómara á palli strax hvað sé að og ekki losa skot fyrr en dómari leyfir.
  8. Fara skal eftir reglum félagsins um 28gr. hámarks hleðslu
  9. Ekki skal trufla aðra keppendur með vítaverðum hætti á meðan þeir er í skotstöðu.
  10. Við alvarleg brot á þessum reglum mun keppandi missa þáttökurétt á því móti sem er í gangi

Í dag, Hvítasunnudag, var Benellimótið haldið á skotsvæði Skotreynar. Benellimótið hefur verið fastur liður í mótahaldi Skotreynar undanfarin ár en í ár var tilefnið þó sérstakt þar sem Benelli er 50 ára á árinu.

Af þessu tilefni lagði Kjartan Ingi Lorange hjá Veiðhúsinu Sökku mikið upp úr því að gera mótið eins skemmtilegt og hægt er og má þar meðal annars nefna auka æfingardaga fyrir mótið og svo nýjar og skemmtilegar þrautir á vellinum sjálfum. Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum þar sem meðal annars voru Benelli úr sem eingöngu voru framleidd í 50 eintökum fyrir fyrsta sæti í A flokkum kvenna og karla.

Eingöngu var keppt með Benelli byssum á mótinu og mótið sjált sett upp eins og veiði þar sem alltaf var leyfilegt að hafa 3 skot í byssunni og nota öll skotin til að ná „bráðinni“.

Keppt var í fleiri flokkum en vanalega en þeir eru eftirfarandi

Karlar                    A og B flokkur
Konur                    A og B flokkur
Paraflokkur

Í Paraflokki var keppt í samanlögðum árangri para.

Nýjung var einnig á mótinu en svokallað pool-shoot var aukalega á nýjum hópamóttökuvelli Skotreynar. Þar borguðu keppendur sig inn til þess að skjóta 25 dúfur og mátti skrá sig eins oft og hugurinn girntist. Hluti upphæðarinnar sem borguð var fyrir hringinn rann síðan til sigurvegara í karla og kvennaflokki en það voru þau Stefán Gaukur og Inga sem báru sigur úr býtum þar.

Í heildina var mótið gífurlega vel heppnað og uppsetning mótsins skemmtileg og þakkar mótanefnd Kjartani sem og keppendum fyrir að gera daginn frábæran.

Úrslit eru sem hér segir:

A flokkur Karla

Screen Shot 2017-06-04 at 21.13.18

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18835790_10155600778360827_1759683092531675683_n

B flokkur Karla
Screen Shot 2017-06-04 at 21.22.14

Screen Shot 2017-06-04 at 21.27.22

Kvennaflokkar
Screen Shot 2017-06-04 at 21.35.19

Screen Shot 2017-06-04 at 21.37.29

Screen Shot 2017-06-04 at 21.38.39

Screen Shot 2017-06-04 at 21.39.26

Paraflokkur

Screen Shot 2017-06-04 at 21.40.31

By |júní 4th, 2017|Flokkar: Fréttir o.fl., Mót|Slökkt á athugasemdum við

Úrslit Benellimót

Flokkur A Karla

Flokkur B Karla

Sæti

Nafn

Stig

Sæti

Nafn

Stig

1 Ragnar Örn 63 1 Styrmir 42
2 Gunni Gunn 57 2 Margeir 41
3 Bragi Óskars 54 3 Arnar Þór 37
4 Einar 53 4 Sigurbjörn 31
5 Jón Valgeirs 52 5 Friðrik S Einarsson 29
6 Þórir Guðna 52 6 Björn 28
7 Gunnar Þór 51 7 ágúst 26
8 Arnór 51
9 Gunnar Bjarna 47

Flokkur A Kvenna

10 Stefán Gaukur 46

Sæti

Nafn

Stig

11 Róbert Cabrera 44 1 Dagný 41
12 Doddi 42 2 Þórey Inga 36
13 Bergur 42 3 Inga 35
14 jón gunnar 37
15 Kjartan 37

Flokkur B Kvenna

16 Gunnar Sigurðsson 35

Sæti

Nafn

Stig

17 Kristinn Gísli 30 1 Eva 25
18 Þorkell 22 2 Guðrún 21
By |júní 4th, 2017|Flokkar: Fréttir o.fl., Mót|Slökkt á athugasemdum við Úrslit Benellimót

Úrslit Skotreynarmót 21. maí 2017

Sunnudaginn 21. maí 2017 var haldið Skotreynarmót á skotsvæði Skotreynar. Skotnar voru 75 dúfur á þremur völlum. Búið var að bæta við fjórum nýjum kösturum á vellina eins og flestum er kunnugt og gerði það keppnina afar spennandi og krefjandi fyrir vikið. Veðrið var sko ekki af verri endanum og skein sól á keppendur nánast allan daginn. Úrslitin í A-flokki máttu ekki tæpar standa og var “shoot-off” um 1. og 2. sætið milli Gunna Sig og Ragnars Arnar. Eftir spennandi shoot-off stóð Ragnar Örn upp sem sigurvegari í A-flokki. Ánægjulegt var að sjá mörg ný andlit í keppninni sem og kunnuleg.

Mótanefnd þakkar keppendum fyrir góðan dag og vonast til að sjá sem flesta á næsta móti!

Screen Shot 2017-05-23 at 20.05.15

By |maí 23rd, 2017|Flokkar: Mót|Slökkt á athugasemdum við Úrslit Skotreynarmót 21. maí 2017

Úrslit Vesturrastarmót 2017

Sunnudaginn 30. apríl 2017 var Vesturrastarmótið haldið á skotsvæði Skotreynar með pompi og prakt. Alls skráðu sig 20 keppendur til móts, 12 í A flokk og 8 í B flokk og gaman var að sjá ný andlit. Skotnar voru 75 dúfur á þremur völlum. Veðrið lék við keppendur og sýndi vonandi það sem koma skal í sumar. Nýtt fyrirkomulag var á reglum, þar sem nú mátti skjóta tveimur skotum á stakar leirdúfur og því möguleiki á að hitta í seinna skoti ef ekki hittist það fyrra. Dúfuuppröðun á völlum var með hinu skemmtilegasta móti og úr varð spennandi og skemmtileg keppni. Vesturröst var styrktaraðili og gaf frábæra vinninga fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum flokkum ásamt flottum verðlaunapeningum.

Mótanefnd þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir og öllum keppendum fyrir þáttökuna og félagsskapinn.

Sjáumst hress á næsta móti!

Screen Shot 2017-05-01 at 10.42.09

vesturröst_vef_logo

18300860_10211364706867040_820045927699819699_n

Verðlaunahafar í A flokki

18194847_10211364703746962_1375811354310609089_n

Verðlaunahafar í B flokki

By |maí 1st, 2017|Flokkar: Mót|Slökkt á athugasemdum við Úrslit Vesturrastarmót 2017

Úrslit Páskamóts 2017

Laugardaginn 15. apríl var haldið Páskamót Skotreynar. 14 vaskir keppendur mættu til leiks og skotnar voru 75 dúfur í tveimur flokkum, A og B. Veðrið var með hinu betra móti þó að hvasst hefði verið og í verðlaun voru páskaegg. Mótanefnd þakkar öllum keppendum fyrir daginn og hlakkar til næsta móts.

Screen Shot 2017-04-16 at 22.39.46

By |apríl 16th, 2017|Flokkar: Fréttir o.fl., Mót|Slökkt á athugasemdum við Úrslit Páskamóts 2017

Úrslit Áramóts Skotreynar

Í gær fór fram árlegt Áramót Skotreynar þar sem skyttur mættu og skutu sig inn í nýtt ár með pomp og prakt.

Skotnar voru 50 dúfur og var mótsgjald notað til kaupa á flugeldum fyrir keppendur til styrktar Björgunarsveitanna.

Skotreyn þakkar kærlega fyrir þátttökuna og óskar öllum fleiri brotnar dúfur árið 2017.

screen-shot-2017-01-01-at-13-59-53

By |janúar 1st, 2017|Flokkar: Fréttir o.fl., Mót|Slökkt á athugasemdum við Úrslit Áramóts Skotreynar