Mótanefnd 2020
Jón Valgeirsson
Keppnisreglur í mótum á vegum SKOTREYN
- Mótanefnd fer með aðalframkvæmd móta sem haldin eru af félaginu.
- Dómarar eru þáttakendur sjálfir eða valdir dómarar sem munu halda reglum og stigagjöf réttri.
- Virða skal ákvarðanir dómara. Vafamál má leggja til endurskoðunar hjá dómurum á velli.
- Há byssa er leyfð. (Byssa við öxl)
- Skotmaður ræður hvor dúfan er skotin í double. Nema annað sé fyrir fram ákveðið af mótanefnd.
- Gleymi skotmenn öryggi á skotvopni skal endurtaka, en samt aðeins eitt tækifæri gefið í hverjum hring.
- Stoppi byssa vegna skota eða einhverja bilana skal sýna dómara á palli strax hvað sé að og ekki losa skot fyrr en dómari leyfir.
- Fara skal eftir reglum félagsins um 28gr. hámarks hleðslu
- Ekki skal trufla aðra keppendur með vítaverðum hætti á meðan þeir er í skotstöðu.
- Við alvarleg brot á þessum reglum mun keppandi missa þáttökurétt á því móti sem er í gangi
Úrslit styrktarmóti Landsbjargar
Skotreyn hélt í dag mót til styrktar Landsbjörg til að sýna þakklæti okkar veiðimanna fyrir þeirra góða starf. Á fimmta tug keppenda mætti bæði félagsmenn í Skotreyn og vinir okkar frá nágrannaskotfélögunum SR og SÍH. Hann hékk þurr alveg þangað til mótið kláraðist og allir skemmtu sér vel. VIð þökkum kærlega öllum sem mættu, Gæðabakstri fyrir kruðerí í mannskapinn og þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þetta að veruleika.
Áhveðið var að birga úrslit þeirra sem náðu 20 og hærra.
Kær kveðja,
Stjórn Skotreyn.
Sæti | Nafn | Stig |
1 | Pálmi Skúlasson | 28 |
2-3 | Ævar Sveinn | 27 |
2-3 | Þórir Ingi | 27 |
4-5 | Ragnar Helgasson | 24 |
4-5 | Gunnar Bjarnasson | 24 |
6-8 | Gunnar Þór | 23 |
6-8 | Jón Valgeirs | 23 |
6-8 | Kjartan L | 23 |
6-11 | Þorkell Þorsteins | 22 |
9-11 | Sigurður Hauksson | 22 |
9-11 | Árni Geir | 22 |
12-13 | Styrmir Örn | 21 |
12-13 | Elías Elías | 21 |
14 | Aðalsteinn | 20 |
Mót til styrktar Landsbjörg, laugardaginn 26. nóvember frá 10-16.
Það er flestum Íslendingum ljóst hversu gríðarlega dýrmætt það er að eiga okkar góðu björgunarsveitir að. Fyrir okkur sem stundum veiðar í íslenskri náttúru er það ómetanlegt að vita að til sé fólk um allt land sem er tilbúið að fara út í hvaða veður og aðstæður sem er til að bjarga mannslífum. Þetta haustið höfum við rjúpnaskyttur verið minnt illilega á það hversu fljótt skemmtilegur göngutúr með félögum á veiðislóð getur breyst í baráttu upp á líf og dauða. Þetta haustið hafa björgunarsveitir Landsbjargar bjargað lífum veiðimanna. Til að sýna þakklæti okkar í verki hefur Skotreyn ákveðið að halda styrktarmót fyrir Landsbjörg á skotvelli Skotreynar á Álfsnesi. Þátttökugjald, kr. 5.000 pr. keppanda mun renna óskipt til Landsbjargar.
Í þeirri von að sem flestir mæti og taki þátt ætlum við að hafa fyrirkomulag mótsins frábrugðið hefðbundnu mótshaldi í leirdúfuskotfimi. Mótið mun fara þannig fram að svæðið verður opið frá kl. 10-16 og aðeins verða skotnar 10 dúfur á völlum 1, 2 og 3, alls 30 dúfur. Þátttakendur geta mætt hvenær sem er dagsins, skráð sig til keppni og skotið sínar dúfur. Þannig deilist álagið yfir daginn og þátttaka getur tekið stuttan tíma. Keppendur fá afhent skorblað sem þeir skila inn þegar þeir hafa skotið og síðan munu úrslit verða birt á netinu. Dúfurnar ætlum við að hafa frekar auðveldar þannig að jafnt vanir sem óvanir geti komið og skemmt sér vel. Það verða engin verðlaun, enda tilgangurinn sá að safna peningum til að styrkja Landsbjörg.
Kveðja Skotreyn
Úrslit Pumpumóts Skotreynar.
Í gær var stórskemmtilegt pumpumót, mikið hlegið og mikið pumpað.
Við viljum þakka öllum sem mættu kærlega fyrir þátttökuna.
kv, Mótanefnd