Kennsla á svæði Skotreynar á laugardaginn

Góðan daginn skyttur. Næstkomandi laugardag 10.september mun hinn þekkti heimsklassa skotmaður Nikos Mavrommatis vera á svæði Skotreynar til að leiðbeina mönnum í leirdúfuskotfimi. Svæðið verður opið frá 10 til 17 en kennslan hefst um 11:00. Kennslan er mönnum að kostnaðarlausu en sá tími sem hver og einn fær ræðst af mætingu. Pylsur á grillinu [...]

Kennsla í Sporting skotfimi hjá Nikolaos 5. og 6. sept. n.k.

Sælir félagar. Eins og sagt var frá fyrr í sumar er Nikolaos Mavrommatis að koma til okkar í september að kenna. Hann verður á svæðinu hjá okkur mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. september með einkatíma. Verð fyrir kennsluna er það sama og síðast, eða 100 EUR pr. klukkutíma. Við þetta bætist þáttaka í kostnaði við [...]

Vopnaþing um haglaskot og „pattern shooting“

Haglaskot og "pattern shooting" Skotreyn heldur opinn fund þar sem Jón Valgeirsson mun spjalla við fundargesti um gerð og prófun haglaskota m.t.t. veiða á Íslandi. Fundur fer fram í félagsheimili Skotreyn í Álfsnesi, þriðjudaginn 03 maí kl 20:00 Allir velkommnir meðan húsrúm leyfir Kveðja Vopnaþing

Hleðslunámskeið

Vopnaþing Skotreyn býður félagsmönnum uppá frítt hleðslunámskeið næstkomandi miðvikudag kl 19:00. Takmarkaður fjöldi kemst að og þarf að skrá sig með því að senda email á fridrik@skotreyn.is verður sendur staðfestingarpóstur til baka ef þið komist að. Fullt er á námskeiðið á miðvikudag, en ef við náum 8 manns þá verður haldið annað. Endilega skráið ykkur [...]

Rjúpan á Vopnaþingi

Arne Sólmundsson og Ólafur K. Nielsen ræða um rjúpuna í félagsheimili Skotreyn í Álfsnesi, þriðjudaginn 3. nóvember kl 20. Arne flytur erindi um afföll og nýliðun rjúpna sem byggir á grein hans í síðasta tölublaði Tímaritsins SKOTVÍS sem kom út 15. október s.l. Í erindinu fjallar Arne um áhrif veiða og fjölda daga á rjúpnastofninn, [...]

Gæsaflautunámsskeið

Skotreyn og Veiðihúsið Sakka standa fyrir námsskeiði í notkun og meðferð gæsaflauta fyrir félagsmenn Skotreyn. Mæting er kl 20:30 í félagsheimili Skotreyn á Álfsnesi. Félagar í Skotreyn velkomnir meðan húsrúm leyfir. Leiðbeinandi er hinn eini sanni Kjartan Lorange.

Vopnaþing um haglaskot og „pattern shooting“

Skotreyn heldur opinn fund þar sem Jón Valgeirssson mun spjalla við fundargesti um gerð og prófun haglaskota m.t.t. veiða á Íslandi. Fundurinn fer fram í félagsheimili Skotreyn í Álfsnesi, miðvikudaginn 11. mars kl 20. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kveðja, Stjórn Skotreynar

Vopnaþing – Hleðslunámskeið Skotreynar og Hlaðs

Skotreyn hefur ákveðið, í samvinnu við Hlað, að bjóða upp á hleðslunámskeið fyrir þá sem vilja fá hleðsluréttindin í skírteinið (E-réttindi) og hafa í hyggju að hlaða sjálfir. Námsskeiðið fer fram miðvikudag 25. febrúar  kl 20, í félagsheimilinu Álfsnesi.  Kennarar eru Þráinn Skúlason og Oddgeir Indriðason. Þeir sem hafa áhuga skrái sig með því að [...]

Vopnaþing – Rjúpnakvöld með Landsbjörg

Miðvikudag 8. október kl.19:30 er félagsmönnum Skotreyn boðið uppá fyrirlestur frá Landsbjörg í félagsheimili Skotreynar í Álfsnesi. Farið verður yfir öryggi á ferðum og á veiðislóð. Helstu hættur og varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja slys og önnur óhöpp. Fyrirlesturinn tekur um klukkustund. Þar á eftir verður nýliðakynning á rjúpnaveiði þar sem farið er í helstu grunnþætti [...]

Grunnnámskeið í gæsaveiðum

SKOTREYN kynnir grunnnámskeið í gæsaveiðum sem haldið verður í félagsheimilinu á Álfsnesi föstudagskvöldið 27. júní kl.17:30 Farið verður yfir helsta útbúnað sem veiðimaður þarf og einnig hvernig best er að bera sig að á veiðum. Einnig að skotið verður úr liggjandi byrgi svo að þeir sem vilja geta komið með byssur og skot til að [...]