Sælir félagar.

Eins og sagt var frá fyrr í sumar er Nikolaos Mavrommatis að koma til okkar í september að kenna. Hann verður á svæðinu hjá okkur mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. september með einkatíma. Verð fyrir kennsluna er það sama og síðast, eða 100 EUR pr. klukkutíma. Við þetta bætist þáttaka í kostnaði við flugið hans hingað sem eru 4000 kr. á haus, óháð því hvort viðkomandi pantar einn eða fleiri tíma í kennslu.

Það eru enn nokkrir tímar lausir hvorn dag. Vinsamlegast hafið samband við undirritaðann sem fyrst í 89 7 – 1 4 7 1 ef þið viljið spyrja um þetta eða láta taka frá fyrir ykkur tíma.

kv. Gunnar