Skotvellir

Skotvellir

Skotsvæðið á Álfsnesi telur 4 velli með 22 kösturum.  Vellirnir eru sporting vellir en með ýmsum blæbrigðum:

Völlur 1

Völlur 1 er skeet völlur með viðbættum tveimur háum bak-kösturum, rabbit kastara  og niðurgröfnum trap-kastara.

Vellir 2 og 3sporting

Vellir 2 og 3 eru sporting vellir með 4 kösturum – sjá teikninguna hér til hliðar.

Völlur 2 er með yfirbyggðum skotpalli (svonefnt „fjárhús“) og kastari 4 er trap kastari.

Völlur 4 – Byrgið

Er fyrsti tölvustýrði völlur á Íslandi. Og er sá eini ennþá til dagsins í dag.

Fjórði völlurinn er jafnan kallaður Byrgið og hefur 4 kastara í eina átt og tvo beint á móti.  Byrgið er hægt að skjóta frá kösturunum tveimur og þá koma dúfurnar ýmist á móti eða frá skotmanni eða í “skurði” sem er fyrir miðju kastarana þannig að dúfurnar koma yfir fyrir framan skotmenn.  Kastara í Byrgi eru sjálfvirkir og hægt að velja milli nokkurra prógramma.

Skotveiðisvæðið nýtur mikilla vinsælda meðal félagsmanna og árið 2014 voru skotnir um 6.500 hringir á svæðinu