Greinargerð Skotreynar til Heilbrigðisnefnar Reykjavíkurborgar, sem fylgir umsókn félagsins um nýtt starfsleyfi
Greinargerð-til-Reykjavíkurborgar-með-ums-um-starfsleyfi-undirritað-1Download
Aðalfundur Skotreyn 2020
Aðalfundur Skotreyn 2020 Aðalfundur Skotreynar verður haldinn miðvikudaginn 11. mars í félagsheimili Skotreyn á Álfsnesi. Fundurinn hefst klukkan 20 og áætlað er að hann standi til klukkan 22. Dagsskrá fundarins er eftirfarandi: – Setning fundar. – Kosning fundarstjóra / fundarritara og ályktað um lögmæti fundar. – Skýrsla formanns. – Birting og samþykkt ársreiknings vegna ársins 2019. – Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna. – Önnur mál. Sendir hafa verið greiðsluseðlar í heimabanka. Til að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi og bjóða sig fram til stjórnar þarf að hafa greitt félagsgjald. Úr lögum Skotreyn: [..] Formaður setur fundinn og skal fundarstjóri kosinn í upphafi fundar. Stjórn skal gera upp árangur liðins árs með skýrslu formanns og birtingu ársreikninga. Aðeins fullgildir félagar mega vera þátttakendur í aðalfundi, nema með sérstöku boði stjórnar og skulu þeir þá eigi hafa atkvæðarétt enda eru þeir ekki fullgildir félagar. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda 2020 eru sendir út af Skotvís. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
Aðalfundur Skotreyn 2019
Aðalfundur Skotreyn 2019 Aðalfundur Skotreynar verður haldinn miðvikudaginn 13. mars í félagsheimili Skotreyn á Álfsnesi. Fundurinn hefst klukkan 20 og áætlað er að hann standi til klukkan 22. Dagsskrá fundarins er eftirfarandi: – Setning fundar. – Kosning fundarstjóra / fundarritara og ályktað um lögmæti fundar. – Skýrsla formanns. – Birting og samþykkt ársreiknings vegna ársins 2018. – Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna. – Önnur mál. Sendir hafa verið greiðsluseðlar í heimabanka. Til að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi og bjóða sig fram til stjórnar þarf að hafa greitt félagsgjald. Úr lögum Skotreyn: Starfstímabil félagsins er almanaksárið og skal aðalfundur félagsins haldinn eigi síðar en 1.mars ár hvert. [..] Formaður setur fundinn og skal fundarstjóri kosinn í upphafi fundar. Stjórn skal gera upp árangur liðins árs með skýrslu formanns og birtingu ársreikninga. Aðeins fullgildir félagar mega vera þátttakendur í aðalfundi, nema með sérstöku boði stjórnar og skulu þeir þá eigi hafa atkvæðarétt enda eru þeir ekki fullgildir félagar. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda 2018 eru sendir út af Skotvís. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.