Sunnudaginn 16. júlí næstkomandi verður Winchester og Browning mótið haldið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Þar verður til mikils að vinna og mikið fjör. Keppt verður í A og B flokki og skiptingin ákvörðuð út frá mætingu.

Tvö skot eru leyfileg sem áður á stakar dúfur og alls verða skotnar 75 dúfur. Mótsgjald er 3000 kr, mæting kl. 10:30 og mótið byrjar 11:00.

Allir keppendur mótsins fara í pott og að keppninni lokinni verður einn stálheppinn dreginn út og hlýtur sá keppandi einhleypu í verðlaun! Því er mikilvægt að mæta og vera með því allir eiga möguleika!

Að auki verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í A og B flokki.

Komið og takið þátt Winchester og Browning mótinu!

Hlökkum til að sjá sem flesta,
Mótanefnd Skotreynar.