Sunnudaginn 30. apríl 2017 verður Vesturrastarmótið á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Skotnar verða 75 dúfur á þremur völlum og mótagjald er 3000 kr. Skipt verður í flokka, A og B, og skrá keppendur sig í flokk áður en keppni hefst. Að þessu sinni verður leyfilegt að skjóta tveimur skotum á stakar dúfur og því er mælt með að hafa með sér aukaskot. Að sjálfsögðu mælum við með að fólk mæti með stórgóðu Hull leirdúfuskotin úr Vesturröst.

Sjáumst á sunnudaginn!

Kv. Mótanefnd