Sælir félagar,

Nú er frábært skotæfinga sumar á enda og það tókst með hjálp góðra manna að halda svæðinu opnu, viljum við þá þakka þeim sem lögðu hönd á plóg í þeim málum.

Nú ætlum við að halda vatktmannakvöld þann 17. október næst komandi klukkan 19:00 í félagsheimili Skotreynar á Álfsnesi.
Þar geta menn komið og skráð sig á vaktir og nýir vaktmenn fengið kennslu.
Léttar veitingar verða í boði og mikil gleði😊

Við skulum ekki gleyma því að án ykkar vaktmenn væri Skotreyn ekki á þessum stað í dag, það eru frábærir tímar framundan og margar hugmyndir sem eru komnar í farveg.

Mbk. Stjórnin.