Skotreyn ætlar að hafa opið á laugardögum í vetur frá 10 til 15 og til að það sé hægt þá vantar okkur vaska vaktmenn sem geta tekið að sér vaktir.
Starfið felst í því að opna skotvellina, selja dúfur á opnunartíma, tæma skothylkjakörfur loka lúgum á völlunum eftir lokun, tæma rusl, ganga frá inn í húsi eftir lokun og gera upp sölu. Ekki þarf lengur að fylla á kastara eftir lokun. Tveir starfsmenn eru á hverri vakt og fá þeir að launum hvor um sig 250 dúfur inn á kortið sitt og aðgang að svæðinu og geta því skotið utan opnunartíma þó innan starfsleyfis þegar þeim hentar.
Því blásum við til vaktmannafundar kl.19 þriðjudaginn 24. september í félgasheimili Skotreynar á Álfsnesi og hvetjum alla til þess að mæta og taka þátt í þessu skemmtilega starfi með okkur. Endilega skráið ykkur hér á síðunni
Pizzur og gos í boði á fundinum.
Kveðja Stjórn Skotreynar