Skotreynarmeistarinn var haldinn í dag 18. Júní í hæglætisveðri og smávegis súld.
Þáttaka var með allra lakasta móti en einungis mættu 9 skyttur á mót.
Skotnar voru 100 dúfur á 4 völlum, þ.e. völlum 1,2,3 og í byrginu og að því loknu skutu 5 stigahæstu skytturnar hreinan úrslitahring.

Þurftu 2 skyttur að skjóta bráðabana til þess að komast í úrslit en það voru þeir Stefán Kristjánsson og Ólafur Einarsson en þeir höfðu báðir náð 57 stigum að loknum 100 dúfum.

Að loknum 100 dúfum stóðu leikar því þannig:

skotreyn-skotreynarmeistarinn-100

Úrslitahringurinn var svo æsispennandi en þar voru öll stig á undan úrslitum núlluð og að lokum var það raunin að Svavar og Ólafur þurftu að skjóta bráðabana um þriðja sæti.

Lokaúrslit úr Skotreynarmeistaranum eru því svohljóðandi:

skotreyn-skotreynarmeistarinn-urslit