Ísnesmótið var haldið með pompi og prakt miðvikudagskvöldið 26. júlí 2017 á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Mæting var góð, alls kepptu 23 keppendur í tveimur flokkum, A og B. Skotnar voru 50 dúfur samtals á tveimur völlum og farið eftir Compak Sporting sniði. Veður var ekki alveg jafn gott og spáin sagði fyrir en það kom þó ekki að sök og var mótið spennandi og skemmtilegt. Skera varð úr um 2. sætið í báðum flokkum í bráðabana eða “shoot-off” sem gerði hlutina enn meira spennandi.

Mótanefnd þakkar enn og aftur fyrir góða mætingu, án keppendanna væri ekki hægt að halda mót og þakkar góðar viðtökur á breyttu sniði móta.

Sjáumst eldhress á næsta móti!

isnesmotid-26-07-2017

isnesmotid-b-verdlaun-2017

isnesmotid-a-verdlaun-2017