Aðalfundur Skotreynar fyrir árið 2015 verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar í félagsheimili Skotreynar í Álfsnesi.

Úr lögum Skotreynar:

Starfstímabil félagsins er almanaksárið og skal aðalfundur félagsins haldinn eigi síðar en 1.mars ár hvert. [..] Formaður setur fundinn og skal fundarstjóri kosinn í upphafi fundar. Stjórn skal gera upp árangur liðins árs með skýrslu formanns og birtingu ársreikninga. Aðeins fullgildir félagar mega vera þátttakendur í aðalfundi, nema með sérstöku boði stjórnar og skulu þeir þá eigi hafa atkvæðarétt enda eru þeir ekki fullgildir félagar. Á aðalfundi hafa atkvæðarétt allir fullgildir félagar þess starfsárs. Stjórn skal boða til aðalfundar eigi síðar en 10 dögum fyrir uppgefinn fundartíma og skal að lágmarki birta auglýsingu á vefsíðu félagsins.

Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi félagsins og skal það eigi taka gildi fyrr en á næsta starfsári.