Aðalfundur Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn) 2015, verður haldinn miðvikudaginn 18. febrúar kl 20:00 í félagsheimili Skotreynar Álfsnesi.

Dagskrá

  1. Fundur settur og fundarstjóri kosinn.
  2. Fundarritari kosinn og ályktað um lögmæti fundarins.  („Stjórn skal boða til aðalfundar eigi síðar en 10 dögum fyrir uppgefinn fundartíma og skal að lágmarki birta auglýsingu á vefsíðu félagsins.“)
  3. Skýrsla formanns
  4. Birting og samþykkt ársreiknings
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar og varamanna.  Úr stjórn gengur ritari, Jón Kristinsson, sem jafnframt er varaformaður og tveir meðstjórnendur: Bjarni Jónsson og Valgerður Guðjónsdóttir.  Áfram sitja Egill Másson formaður og Friðrik S. Einarsson.  Á fundinum verður því kosinn ritari og 2 meðstjórnendur til tveggja ára.  Tveir varamenn voru kosnir 2014 til tveggja ára: Þórir Friðriksson og Ragnar Már Helgason.
  7. Kosning skoðunarmanna ársreiknings.
  8. Önnur mál

Kaffi og kökur verða í boði handa fundargestum

Samkvæmt samþykktum félagsins mega aðeins fullgildir félagar vera þátttakendur í aðalfundi, nema með sérstöku boði stjórnar og skulu þeir þá eigi hafa atkvæðarétt enda eru þeir ekki fullgildir félagar. Á aðalfundi hafa atkvæðarétt allir fullgildir félagar þess starfsárs.

Kveðja stjórnin.