Miðvikudag 8. október kl.19:30 er félagsmönnum Skotreyn boðið uppá fyrirlestur frá Landsbjörg í félagsheimili Skotreynar í Álfsnesi. Farið verður yfir öryggi á ferðum og á veiðislóð. Helstu hættur og varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja slys og önnur óhöpp. Fyrirlesturinn tekur um klukkustund.

Þar á eftir verður nýliðakynning á rjúpnaveiði þar sem farið er í helstu grunnþætti sem snúa að veiðum svo sem útbúnað og fleira tengt veiðum.