Skotreyn hefur ákveðið, í samvinnu við Hlað, að bjóða upp á hleðslunámskeið fyrir þá sem vilja fá hleðsluréttindin í skírteinið (E-réttindi) og hafa í hyggju að hlaða sjálfir.

Námsskeiðið fer fram miðvikudag 25. febrúar  kl 20, í félagsheimilinu Álfsnesi.  Kennarar eru Þráinn Skúlason og Oddgeir Indriðason.

Þeir sem hafa áhuga skrái sig með því að senda tölvupóst á netfangið skotreyn@skotreyn.is , þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer.

Námsskeiðið er ókeypis og er einungis ætlað félögum í Skotreyn.
Fyrstur kemur – fyrstur fær.
Stjórn Skotreynar