Sunnudaginn 21. maí 2017 var haldið Skotreynarmót á skotsvæði Skotreynar. Skotnar voru 75 dúfur á þremur völlum. Búið var að bæta við fjórum nýjum kösturum á vellina eins og flestum er kunnugt og gerði það keppnina afar spennandi og krefjandi fyrir vikið. Veðrið var sko ekki af verri endanum og skein sól á keppendur nánast allan daginn. Úrslitin í A-flokki máttu ekki tæpar standa og var “shoot-off” um 1. og 2. sætið milli Gunna Sig og Ragnars Arnar. Eftir spennandi shoot-off stóð Ragnar Örn upp sem sigurvegari í A-flokki. Ánægjulegt var að sjá mörg ný andlit í keppninni sem og kunnuleg.
Mótanefnd þakkar keppendum fyrir góðan dag og vonast til að sjá sem flesta á næsta móti!