Gleðilegt ár, næstkomandi laugardag, 10. janúar, verður haldinn skotstjóradagur (vaktstjóradagur) í Álfsnesi.
Almenn opnun á svæðinu verður milli klukkan 12 og 14 en þá verður svæðinu lokað og þeim sem hafa áhuga á að taka að sér skotstjórn á svæðinu boðið uppá kynningu á verkefnum skotstjóra, haldið létt skotstjóramót og loks boðið uppá pizzur,
Æfingasvæðið í Álfsnesi er allajafna mannað tveimur skotstjórum á opnunartíma. Skotstjórar opna svæðið, bóka á velli og stjórna va…llarskiptum. Í lok vaktar er fyllt á kastara, skúrum lokað, útbúið uppgjör fyrir vaktina, gengið frá húsinu og svæðinu lokað. Oftast gefst einnig tækifæri til að skjóta nokkra hringi á dæmigerðri vakt.
Umbun fyrir skotstjórn er í formi starfsmannamiða á skotvelli og aðgengis að svæðinu utan opnunartíma.
Tilvalið er fyrir veiðifélagahóp að taka þátt í þessu verkefni.
Við hvetjum alla áhugasama að mæta kl 14 á laugardag, kynna sér málið og leggja sitt af mörkum til að starfsemi Skotreynar verði sem öflugust.
Stjórn og Vakstjórn Skotreynar