Nýliðadagur, 10. maí kl: 11:00 – 15:00.

Skotreyn býður nýliðum og byrjendum í leirdúfuskotfimi og skotveiði að koma á svæðið og skjóta undir ókeypis leiðsögn skotmanna með góða reynslu.

Fyrirkomulagið verður þannig að hver kemur með sín skot og borgar hringina sjálf/ir. Leiðbeinendur verða á völlunum og reyna að hjálpa þeim sem vilja læra betur tækni við skotfimina.

Verðið er 800 kr. stakur hringur eða miði úr afsláttarbúnti.
Við mælum með að hver komi með 2-3 skotpakka til að skjóta á meðan leiðsögnin er.

Góða skapið og lærdómsviljinn eru svo sett í magasínið

Kveðja
Skotreyn