Ester Rut Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Melrakkasetursins verður með fyrirlestur um Íslenska refinn í félagsheimili Skotreynar Álfsnesi fimmtudaginn 21, mars kl. 20.00. Félagsmenn Skotreynar eru hvattir til að mæta og fræðast um hið stórmerkilega dýr.
Ester er líffræðingur í doktorsnámi við Háskóla Íslands með langa reynslu af refarannsóknum sem hún tók fyrst þátt í árið 1998 á Hornströndum undir leiðsögn Páls Hersteinssonar. Hún hefur stundað rannsóknir á refum öll sumur síðan og þar á meðal á Svalbarða. Hún mun svara spurningunni “ Hvað er svona sérstakt við tófurnar okkar á Íslandi?“
Einnig mun hún fjalla um hvaða þekking er til staðar í dag einmitt vegna samstarfs vísinda- og veiðimanna og hvernig hefur sú þekking gefið okkur ákveðna sérstöðu í heiminum.
Hver er stofnstærð refastofnsins sem hefur bæði verið í sögulegu lágmarki og sögulegu hámarki frá því rannsóknir / skráning hófst.
Hvernig er frjósemi refsins háttað, geldtíðni, aldurssamsetningu, fæðuval, félagskerfi, o.s.frv.
Rannsóknir á refum á Hornströndum og viðkomu þeirra
Við hvetjum alla veiðimenn og aðra sem áhuga hafa á íslenska refnum að nýta tækifærið og hlíða á hvað vísindamenn hafa fram að færa og hvernig við getum unnið saman til að auka þekkingu okkar á þessum elsta frumbyggja Íslands.
Fyrirlesturinn fer fram í félagsheimili Skotreynar að Álfsnesi (á skotsvæðinu).