SKOTREYN kynnir grunnnámskeið í gæsaveiðum sem haldið verður í félagsheimilinu á Álfsnesi föstudagskvöldið 27. júní kl.17:30
Farið verður yfir helsta útbúnað sem veiðimaður þarf og einnig hvernig best er að bera sig að á veiðum.
Einnig að skotið verður úr liggjandi byrgi svo að þeir sem vilja geta komið með byssur og skot til að prófa.
Jón Kristinsson mun verða leiðbeinandi á námskeiðinu sem verður að kostnaðarlausu, eingöngu fyrir félagsmenn.
Hámarksfjöldi þáttakanda eru 12 manns og verður fyrirkomulagið fyrstur kemur, fyrstur fær.