Sunnudaginn 22. maí kl. 16:00 mun Christine Cuyler halda fyrirlestur um hreindýraveiðar á Grænlandi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Christine sér um rannsóknir á hreindýrum og sauðnautum fyrir Náttúrufræðistofnun Grænlands í Nuuk. Hún ber ábyrgð á ráðgjöf um veiðar og veiðikvóta til grænlenskra yfirvalda.
Christine er með doktorspróf í líffræði frá Oslóarháskóla og hefur starf
að um árabil í Grænlandi og leggur sjálf stund á veiðar.
Chris mun segja veiðisögur og koma víða við í umfjöllun um veiðar og veiðimenningu á grænlandi.
Fyrirlesturinn verður haldinn í félagsheimili Skotreynar á Álfsnesi, kaffi og meðí verður í boði.
Vinsamlegast sendið póst á netfangið veiga@rok.is EÐA skráið ykkur á Facebook viðburðinn á netinu svo hægt sé að áætla hve margi koma.
Með bestu kveðju
Skotvís og Skotreyn.