Kæru félagsmenn.

Föstudaginn 28. apríl kl. 20 ætlum við að halda vaktmannafund í Sæbjörginni stendur í höfninni við hörpuna, til að raða okkur niður á vaktir sumarsins og kynna fyrir nýliðum í hverju starfið felst.  Sú breyting verður höfð á í þetta skipti að í stað þess að skipuleggja vaktir heilt ár fram í tímann, ætlum við aðeins að stilla upp æfingum/vöktum út ágúst.  Félagið hefur fjárfest í nýju vallastýrikerfi m.a. með það að markmiði að auðvelda vinnu vaktstjóra.  Allt sem heitir að takka inn hringi og skrá í excel skjalið hverfur og þess í stað skanna skytturnar sjálfar inneignarkort úti á völlunum til að setja inn hringi.  Vaktstjórar hafa aðgengi að skotsvæðinu utan almennra æfinga og með nýja kerfinu verður mun einfaldara að fara og taka prívat æfingu en nú er.  Ný verðskrá tekur gildi þann 1. maí og þar mun vaktstjórum og sjálfboðaliðum félagsins bjóðast að kaupa hringi á lægra verði en öðrum.  Það er því mikið sem menn fá í staðinn fyrir að hjálpa félaginu að halda svæðinu opnu s.s.með því að bjóða sig fram sem vaktstjóra.  Við hvetjum ykkur sem flest til að mæta og taka þátt við að halda starfi félagsins í sumar sem skemmtilegustu.  Nýliðum býðst að taka fyrstu vaktirnar sínar með reynsluboltum til að læra af þeim

Í hverju felst starfið?

* Halda röð og reglu á svæðinu og tryggja að öryggis- og umgengnisreglum sé fylgt

* Opna svæðið, hella uppá kaffi, tengja fjarstýringar og fara út með körfur

* Selja hringi til gesta á svæðinu

* Fylla á kastara og ganga frá að æfingum loknum

* Ýmislegt tilfallandi sem upp getur komið á æfingum

* Yfirleitt er um 2-3 vaktir að ræða á tímabilinu og venjulega taka tveir vaktmenn hverja vakt

 Afhverju ætti ég að bjóða mig fram og taka vaktir?

* Þetta er mjög skemmtilegt og frábær leið til að kynnast nýjum vinum og veiðifélögum

* 10 hringir eru greiddir vaktmanni fyrir hverja vakt til að koma á móti kostnaði vaktmanna við akstur upp á Álfsnes.

* Lyklar að svæðinu og klúbbhúsi og leyfi til að skjóta utan almennra opnunartíma.

* Vaktstjórum býðst að kaupa hringi á lægra verði en almennum félagsmanni.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 28. apríl kl. 20 í Sæbjörginni, skipi slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem liggur í Reykjavíkurhöfn.  Þeir/þær sem ekki geta mætt á fundinn, en vilja engu að síður taka vaktir núna í sumar, vinsamlegast setjið ykkur í samband við við stjórn félagsins og við tökum frá fyrir ykkur daga.