Arne Sólmundsson og Ólafur K. Nielsen ræða um rjúpuna í félagsheimili Skotreyn í Álfsnesi, þriðjudaginn 3. nóvember kl 20.
Arne flytur erindi um afföll og nýliðun rjúpna sem byggir á grein hans í síðasta tölublaði Tímaritsins SKOTVÍS sem kom út 15. október s.l.
Í erindinu fjallar Arne um áhrif veiða og fjölda daga á rjúpnastofninn, áhrif affalla og nýliðunar í lækkandi hámörkum, markmið um stofnstærð, jafnvægi og ójafnvægi í stofnstærð og hvernig stofnstærð 2015 hefði þróast ef nýliðun hefði verið um eðlilegum hætti.
Ólafur K. Nielsen starfar á Náttúrufræðistofnun og er er helsti sérfræðingur landsins í rjúpunni og bróður hennar fálkanum.
Við vonum að á fundinum verði góð og uppbyggileg umræða um rjúpnastofninn og þróun hans síðustu ár.
Allir velkomir, Kveðja stjórn Skotreyn.