Veiðihúsið Sakka mun manna opnar æfingar á áður lokuðum dögum á félagssvæði Skotreynar.

Þær æfingar sem staðfestar eru nú þegar eru:
Laugardagurinn 20. maí 13-17 og Laugardagurinn 3. júní 13-17 Að öllum líkindum mun miðvikudagurinn 31. maí bætast við frá 18-22. Það verður staðfest síðar.

Allir velkomnir. Hægt verður að fá lánaðar á þessum æfingum 5 mismunandi týpur af Benelli byssum sem jafnframt verða á boðstólum fyrir keppendur í mótinu. Einnig verður eigendum Benelli byssa boðið upp á aðstoð við skeptistillingar og val og prófun á mismunandi púðalengdum á þessum æfingum, Kjartan úr Veiðihúsinu verður á staðnum og aðstoðar.