Sunnudaginn 31. des 2017 verður haldið árlegt Áramót á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Á mótinu verða skotnar 50 dúfur og eins og áður eru tvö skot leyfileg á stakar dúfur. Því er gott að mæta með nóg af auka skotum. Dúfurnar verða í áramótaskapi eins og aðrir, en búið verður að útbúa einhverja kastara með hátíðar “flash” dúfum. Mæting er kl. 11:30 en mótið hefst kl. 12:00 og mótagjald er 2500 kr.

Mótanefnd vill nýta tækifærið og hvetja alla til þess að mæta. Skjótum okkur saman inn í nýtt ár og kveðjum það gamla. Einnig þakkar mótanefnd kærlega fyrir framúrskarandi gott og skemmtilegt mótsár 2017!

Gleðilega hátíð!