Sunnudaginn 15. október 2017 verður Rjúpnamótið haldið á velli Skotreynar á Álfsnesi. Skotnar verða 75 dúfur og mæting er kl. 10:30 en keppni mun hefjast kl. 11:00 og er mótagjald 3000 kr. Keppt verður í einum flokki og eru leyfð tvö skot á stakar dúfur eins og á fyrri mótum ársins. Búið verður að koma leirdúfukösturum upp í vinnulyftur í 15 metra hæð sem ætti sko aldeilis að hrista upp í hlutunum!
Styrktaraðilar mótsins eru svo ekki af verri endanum en það eru Hlað, 66°Norður, Garminbúðin og Armar sem skaffa lyfturnar.
Endilega mætið og sýnið ykkar skothæfileika fyrir rjúpnaveiðina á þessu stórskemmtilega móti!