Sunnudaginn 30. apríl 2017 var Vesturrastarmótið haldið á skotsvæði Skotreynar með pompi og prakt. Alls skráðu sig 20 keppendur til móts, 12 í A flokk og 8 í B flokk og gaman var að sjá ný andlit. Skotnar voru 75 dúfur á þremur völlum. Veðrið lék við keppendur og sýndi vonandi það sem koma skal í sumar. Nýtt fyrirkomulag var á reglum, þar sem nú mátti skjóta tveimur skotum á stakar leirdúfur og því möguleiki á að hitta í seinna skoti ef ekki hittist það fyrra. Dúfuuppröðun á völlum var með hinu skemmtilegasta móti og úr varð spennandi og skemmtileg keppni. Vesturröst var styrktaraðili og gaf frábæra vinninga fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum flokkum ásamt flottum verðlaunapeningum.

Mótanefnd þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir og öllum keppendum fyrir þáttökuna og félagsskapinn.

Sjáumst hress á næsta móti!

Screen Shot 2017-05-01 at 10.42.09

vesturröst_vef_logo

18300860_10211364706867040_820045927699819699_n

Verðlaunahafar í A flokki

18194847_10211364703746962_1375811354310609089_n

Verðlaunahafar í B flokki