Sælt veri fólkið.
 
Ný stjórn Skotreyn var kjörin á aðalfundi þann 25. febrúar sl.  Eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að er að skipuleggja félagsstarfið á árinu.  Það er mikið af verkefnum framundan og enn meira af góðum hugmyndum sem við þurfum ákveða hvort og hvernig við viljum hrinda í framkvæmd, hverju við viljum breyta og hvað við viljum hafa óbreytt.  Okkur langar því að boða til félagsfundar til að kalla eftir skoðunum félagsmanna á því hvernig við viljum hafa félagið okkar og hvernig við viljum haga félagsstarfinu.  Ef þú vilt hafa áhrif – ekki láta þig vanta.
 
Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Álfsnesi, miðvikudaginn 30 mars, kl. 19.30.  Allir velkomnir (meðan húsrúm leyfir:-)
 
Stuðkveðjur,
 
Veiga, Arnór, Einar, Frissi, Gunnar, Stefán og Stefán