Skotreynarmeistarinn sem er bikarmót Skotreynar var haldið með pompi og pragt laugardaginn 11. júlí.
Þáttakendur voru 16 að þessu sinni og skemmtu menn sér frábærlega í góðu veðri.

Skotnar voru 100 dúfur fyrir final en í hann komust þeir Arnór Óli, Gunnar Þór, Jón Valgeirsson, Regnar Már, Ragnar Örn og Stefán Gaukur.

Úrslit urðu þau að Arnór Óli Ólafssson er Skotreynarmeistari 2015 með 23 dúfur, Ragnar Már í öðru sæti með 22 og Stefán Gaukur í þriðja með 21 dúfu.