Kæru skotfélagar!

Nú er komið að því að manna vaktir fyrir sumarið og haustið 2018. Verður því haldinn vaktmannafundur uppi í félagshúsi Skotreynar miðvikudagskvöldið 16. maí kl. 19:30.

Skotreyn er rekið að sjálfboðaliðum og því er undir okkur komið að vera virk í félagsstarfinu svo áfram sé hægt að reka þetta stórglæsilega skotæfingasvæði og stuðla að betrumbætingum og nýjungum. Vaktmenn fá umbun fyrir hverja vakt í formi hringja en að auki hafa þeir aðgang að svæðinu utan venjulegra opnunartíma. Það er því mikil búbót að taka nokkrar vaktir yfir tímabilið og fá þannig skothringi sem nýtast vel á æfingum. Því að sjálfsögðu er sumatíminn bestur til að æfa sig fyrir komandi veiðitímabil að hausti.

Við skulum því öll saman sem eitt fjölmenna upp í félagshúsið á Álfsnesi miðvikudagskvöldið 16. maí og manna vaktirnar fyrir tímabilið. Einnig viljum við hvetja nýliða sem hafa áhuga á að byrja í sportinu til að mæta og kynnast starfseminni og manna nokkrar vaktir með þrælvönum skyttum.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

P.S. Það verða pizzur og gos í boði, svo ef enginn nennir að elda kvöldmat, komið þá upp í Álfsnes og við skulum fæða ykkur! 😊

Stjórn Skotreynar