Vopnaþing – riffilhlaupskoðun og -hreinsun, fimmtudag 8/5 2014, kl 19:30

Í samstarfi við Arnfinn Jónsson byssusmið verður boðið upp á hlaupskoðun og tilsögn í hreinsun á riffilhlaupum í félagsheimili Skotreynar á Álfsnesi.

Hugmynd okkar er að þið komið með hreinsaða riffla eins og þið þrífið þá og verður ykkur bent á vankanta á því ef þess er þörf ef einhverjir reynast. Komið með ykkar eigið hreinsisett til að geta fengið leiðbeiningu um hvað ykkur mögulega vantar eða hvað þið eruð með vitlaust.

Ekki er verið að bjóða hreinsiþjónustu heldur kynning á því sem þarf að gera til að halda hlaupi hreinu og nákvæmu.

Ellingsen og Veiðihornið verða með tilboð og mun þessi frétt útprentuð gilda fyrir afslátt í Veiðihorninu og Ellingsen í takmarkaðan tíma.

Munið! Hreinn riffill hittir beint!

Kveðja
Stjórn Skotreynar