Kæru félagar.

Nú er komið að því að manna vaktir ársins 2018. Við ætlum að hittast uppi í félagsheimili á Álfsnesinu miðvikudaginn 17 janúar kl. 19.30. Félagið okkar er rekið í sjálfboðavinnu og því takmarkast öll þjónusta félagsins við félagsmenn við þá hjálp sem félagar sjálfir eru tilbúnir að leggja félaginu til. Við höldum úti einhverju flottasta haglabyssuskotæfingasvæði landsins á lægstu félagsgjöldum sem þekkjast hjá skotfélögum og það er jú ekki hægt nema treysta á þá fjölmörgu félagsmenn sem eru tilbúnir til að gefa félaginu af tíma sínum. Við biðlum því til allra að hjálpast að og leggja sitt af mörkum.

Vaktmönnum er umbunað fyrir vaktir með hringjum fyrir hverja vakt, en að auki hafa vaktmenn aðgengi að svæðinu fyrir utan almenna opnunartíma og geta því komið og æft sig einir eða með félögum þegar þeim sjálfum hentar.

Það verður búin til ný Facebook grúppa fyrir vaktmenn 2018 og verður gamla grúppan því lögð niður. Einnig verður tekið til í aðgangsmálum og aðeins þeir sem eru virkir vaktmenn/starfsmenn 2018 munu halda aðgangi að svæðinu. Þeir sem ekki komast á fundinn þann 17. jan eru beðnir að láta stjórn vita svo hægt sé að úthluta þeim vöktum og tryggja að aðgangur þeirra að svæðinu verði áfram virkur.

Kær kveðja,

Stjórnin